Við erum að ráða í áhættu-og gæðadeild Deloitte at Deloitte
Kopavogur, , Iceland -
Full Time


Start Date

Immediate

Expiry Date

07 Apr, 26

Salary

0.0

Posted On

07 Jan, 26

Experience

0 year(s) or above

Remote Job

Yes

Telecommute

Yes

Sponsor Visa

No

Skills

Communication Skills, Teamwork, Professionalism, Independent Work, Critical Thinking, Analytical Skills, Interest in Learning, Quality Assurance, Regulatory Compliance

Industry

Business Consulting and Services

Description
Company Description Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 460.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu þar af eru 360 á Íslandi. Job Description Áhættu- og gæðadeild Deloitte (QRS) leitar að jákvæðum, drífandi, sjálfstæðum og metnaðarfullum liðsfélaga. Starfið felur í sér að taka þátt í þeim fjölbreyttu verkefnum sem eru unnin innan deildarinnar. Starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á gæðamálum, bestun ferla og aukinni skilvirkni. Ekki er gerð krafa um reynslu af gæðamálum, við kennum á starfið. Starfið hentar vel fólki sem er nýkomið úr námi. Helstu verkefni meðal annarra: Þátttaka í innleiðingu á verkferlum (verklagsreglum og stöðlum ) Skráning í gæðakerfi og áhættumat Eftirlit með reglufylgni og áhættumati Samþykki viðskiptavina og hlýtni við lög Mikil samskipti við önnur svið innan Deloitte Rýni ársreikninga og annarra gagna Qualifications Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði og/eða önnur menntun Mjög góð samskiptafærni og vilji til samvinnu og að stuðla að góðum starfsanda Fagmennska, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð mikilvæg Áhugi á að læra nýja hluti í tengslum við gæða- og reglufylgni Gagnrýnin hugsun og greiningarhæfni mikilvæg Gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli skilyrði Additional Information Um teymið Áhættu- og gæðadeild starfar þvert á önnur svið Deloitte og er þeim innan handar með ýmis konar mál og fylgni við lög og reglur. Við vinnum saman sem ein heild og störfum mikið með áhættu- og gæðadeildum annarra Norðurlanda. Starfsþróun Það er mikilvægt að muna að á fyrsta degi kann enginn allt og við trúum því að það sé ávallt rými til að læra og bæta við sig þekkingu. Þú lærir mikið af þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru í teyminu og færð góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi. Að auki bjóðum við upp á: Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks höfuðstöðvum fyrirtækisins á Dalvegi Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur, golfklúbbur, fótbolti í hádeginu, og leikjaherbergi svo eitthvað sé nefnt Við hlökkum til að fá umsóknina þína. Nánari upplýsingar um starfið veita Pálína Árnadóttir ([email protected]) og Helen Breiðfjörð ([email protected]). Tekið er á móti umsóknum (ferilskrá og kynningarbréfi) til og með 18. janúar 2026 Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi. Field of interest: Risk Management Level of hire: Graduate hire
Responsibilities
The role involves participating in various projects within the Risk and Quality Department, including implementing procedures and standards, and monitoring compliance and risk assessments. The position is suitable for individuals interested in quality issues and process optimization.
Loading...