Viðskiptafræðingur í Neskaupstað at Deloitte
Neskaupstaður, , Iceland -
Full Time


Start Date

Immediate

Expiry Date

05 Mar, 26

Salary

0.0

Posted On

05 Dec, 25

Experience

0 year(s) or above

Remote Job

Yes

Telecommute

Yes

Sponsor Visa

No

Skills

Business Education, Analytical Skills, Excel Proficiency, Financial Advisory, Tax Preparation, Accounting, Team Collaboration, Problem Solving

Industry

Business Consulting and Services

Description
Company Description Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 460.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu þar af eru 360 á Íslandi. Job Description Deloitte í Neskaupstað leitar að öflugum einstaklingi með viðskiptafræðimenntun sem langar að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við leitum að einstaklingi sem hugsar í lausnum, getur unnið sjálfstætt, er drífandi og vill hafa áhrif. Viðkomandi mun starfa í samheldnu teymi undir handleiðslu löggiltra endurskoðenda og öðlast þannig dýrmæta reynslu meðal annars á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Helstu verkefni: Gerð ársreikninga Gerð skattframtala Almenn fjármálaráðgjöf. Qualifications Bakgrunnur þinn og reynsla: Þú ert að ljúka eða hefur lokið B.Sc. gráðu sem tengist viðskiptafræði, hagfræði eða fjármálum Þú hefur metnað og nýtur þess að læra Þú hefur gaman af því að takast á við ný og krefjandi verkefni Þú býrð yfir greiningarhæfni og góðri þekkingu á Excel M.Acc gráða er kostur Additional Information Um teymið Teymið samanstendur af starfsfólki á ólíkum aldri og með alls konar áhugamál. Teymið vinnur náið saman og styður hvert annað til að þroskast og þróast í starfi. Svo höfum við auðvitað gaman af því að fagna saman stórum sem smáum áföngum. Í starfi þínu hjá Deloitte gæti hefðbundinn vinnudagur litið svona út: Þú vinnur sem hluti af teymi metnaðarfullra einstaklinga Þú vinnur að fjölbreyttum verkefnum Þú nýtir þér námskeið á vegum Deloitte og samstarfsaðila til að auka færni þína og þekkingu Þú vinnur undir handleiðslu reyndra sérfræðinga Starfsþróun þín: Við trúum því að það sé ávallt rými til að læra. Það kann enginn allt frá fyrsta degi. Þú lærir mikið af þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum. Þú fylgist vel með á þínu fagsviði og við að sama skapi styðjum við þinn vöxt með símenntunartækifærum. Að auki bjóðum við upp á: Regluleg frammistöðu samtöl Samstarfsfélaga sem kemur þér inn í starfið Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum Aðgang að alþjóðlegu efni Deloitte Við hlökkum til að fá umsóknina þína. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmgrímur Bjarnason ([email protected] ) yfirmaður Deloitte á Norður- og Austurland og Helen Breiðfjörð ([email protected]) á mannauðssviði. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2025. Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.
Responsibilities
The candidate will be responsible for preparing annual financial statements, tax returns, and providing general financial advisory services. They will work under the guidance of licensed auditors and gain valuable experience in auditing and accounting.
Loading...